Syðri Hagi býður uppá gistingu í heilsárshúsi á Árskógsströnd.

Húsið er 37 fm.  ásamt stórri verönd. Í húsinu er svefnaðstaða fyrir 4 í tveimur svefnherbergjum, auk þess er svefnsófi fyrir 2 í stofu og dýnur á svefnlofti. Í bústaðnum er ísskápur, eldavél, örbylgjuofn, gasgrill, sjónvarp og hægt er að fá aðgang að þvottavél. Borðbúnaður er fyrir 8 manns. Frí berjatínsla er fyrir dvalargesti.

Gestgjafar eru:  Gitta Ármannsdóttir og Hafliði Sigurðsson. / Linda Andersson og Jónas Leifsson.

Matvöruverslanir og bensínstöðvar eru á Dalvík (15 km) og Akureyri (28 km).

Reykingar Bannaðar.

Húsdýr ekki leyfð.