Tel. +354 466-1981 / +354 849-8934 / +354 866-7968 / +354 865-5663         Email:   sydrihagi@sydrihagi.is

Að Syðri-Haga hefur verið rekin Ferðaþjónusta frá árinu 1982. Einn sumarbústaður er til leigu. Hann stendur á friðsælum og fallegum stað á eyðibýlinu Götu. Á jörðinni er stundaður sauðfjár- og geitabúskapur, auk þess eru kanínur og tveir hestar.

Kort fran island
Kort fran island
Kort fran island dalen
Kort fran island maj

Ís úr sauðamjólk

 Framleiðsla íss úr sauðamjólk. Hagaís

Ábúendur að Syðri-Haga tóku þátt í þóunarverkefni Sauðamjaltir á árunum 2005-2010. Verkefnið miðaði að því  festa framleiðslu sauða- og geitamjókur í sessi og auka þekkingu og reynslu bænda á sauðamjöltum. Alls mjólkuðu ábúendur  5.089 lítra af sauðamjólk á þessu tímibili. Mjaltatímabilið er frá lok ágúst og fram í október. Einnig voru geitur mjólkaðar árið 2010. Mjólkursamlagið í Búðardal gerði osta úr mjólkinni en þegar verkefninu lauk bauðst framleiðendum mjólkurinnar verð fyrir mjólkina undir framleiðslukostnaði. Ábúendur hafa síðan þá leitað leiða til að nýta þessa frábæru afurð, en í mjólkinni er mun meira prótín og fjölómettaðar fitusýrur en  í kúamjólk og þrefalt meira af C vítamíni.

Síðast liðið haust var hafist handa við að þróa ís í samstarfi við Holtsselís undir merkjum Hagaís/Holtsel og eru þrjár bragðtegundir nú þegar komnar á markað, bláberja- jarðaberja- og vanilluís. Í framleiðsluna er notaður ávaxtasykur og hentar hann því einnig fólki með sykursýki. Mörg dæmi eru um að fólk sem er með ofnæmi/óþol fyrir kúamjólk þoli afurðir úr sauðamjólk.

Unnið er að markaðssetningu og til að byrja með fæst ísinn í Hagkaupi Akureyri,  Frú Laugu Reykjavík og Holtseli. Einnig er hægt að hafa samband við ábúendur i Syðri-Haga en þeir eru aðilar að Beint frá býli og bjóða einnig til sölu geitakjöt, lamba- og geitaskinn og kanínufiðu.